Fluguveiði á Íslandi – einfalt að finna leyfi, auðvelt að bóka, ógleymanlegt að veiða. Tryggðu þér veiðileyfi á öruggan einfaldan hátt.
Veiðisvæðin Okkar
Vestmannsvatn í Reykjadal
Vestmannsvatn í ReykjadalVestmannsvatn er þar sem Reykjadalur og Aðaldalur mætast, á milli Mývatns og Húsavíkur. Í vatninu er bæði urriði og bleikja og jafnvel stöku lax. Vestmannsvatn er hluti af hinu víðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Úr vatninu rennur...
Litlaá og Skjálftavatn
Litlá og Skjálftavatn í Kelduhverfi Litlaá og Skjálftavatn eru staðsett í hjarta Kelduhverfis á norðausturlandi, þar sem ósnortin náttúra og ríkulegur fiskistofn sameinast í einstaka veiðiupplifun. Svæðið státar af glæsilegum bleikjum, urriðum og öflugum...
Laxá í Aðaldal – Múlatorfa
Laxá í Aðaldal - Múlatorfa Múlatorfa er miðhluti vesturbakka urriðasvæðanna neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal. Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir.Veiðisvæði Veiðimenn sjá sjálfir um að...
Laxá í Aðaldal – Hraun
Laxá í Aðaldal - Efra og Neðra Hraun Hraun er urriðasvæði rétt neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal austan við ána á móti Staðartorfu. Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir.Veiðisvæði...
Laxá í Aðaldal – Syðra Fjall
Laxá í Aðaldal - Syðra Fjall Syðra Fjall er vesturbakki neðsta hluta urriðasvæðanna neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal. Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir.Veiðisvæði Veiðimenn sjá...
Laxá í Aðaldal – Staðartorfa
Laxá í Aðaldal - Staðartorfa Staðartorfa er vesturbakki efsta hluta urriðasvæðanna neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal. Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir. Veiðisvæði Staðartorfu er...
Laxá í Aðaldal – Presthvammur
Laxá í Aðaldal - Presthvammur Presthvammur er austurbakki efsta hluta urriðasvæðanna neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal. Mjög skemmtilegt urriða svæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir.Veiðisvæði Veiðimenn sjá sjálfir...
Geitafellsá í Reykjahverfi
Geitafellsá í ReykjahverfiGeitafellsá er hluti af hinu víðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Áin rennur úr Kringluvatni í Langavatn. Góð urriða veiði getur verið í Geitafellsá allt tímabilið og leynast vænir fiskar inn á milli en það getur verið langt á milli þeirra....
Langavatn í Reykjahverfi
Langavatn í ReykjahverfiLangavatn er í Reykjahverfi á milli Mývatns og Húsavíkur. Í vatninu eru bæði urriði og bleikja og jafnvel stöku lax. Langavatn er hluti af hinu viðfeðma vatnakerfi Laxár í Aðaldal. Úr vatninu rennur Mýrarkvísl niður í Laxá og þaðan til...
Brunná í Öxafirði (Vorveiði)
Brunná í Öxafirði (Vorveiði)Brunná í Öxafirði samanstendur í raun af þremur ám Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá rennur ofan af Laufskálafjallgarði og svæðinu vestan hans. Tunguá og Smjörhólsá eiga upptök sín vestan og sunnan við Hafrafell, þær sameinast og mynda...
Lónsá á Langanesi
Lónsá á LanganesiLítil perla sem geymir stóra fiska Lónsá er lítil veiðiperla á Langanesi. Lónsá er í um 5 mínútna fjarlægð frá Þórshöfn og rennur áin í sjóin stutt frá bænum Ytra Lóni. Lónsá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir góða sjóbleikju veiði en bæði...
Reykjadalsá í Reykjadal (Urriði og lax)
ReykjadalsáReykjadalsá er ein af helstu hliðarám Laxár í Aðaldal, rennur niður Reykjadalinn og fellur í Vestmannsvatn. Úr vatninu tengist hún áfram við Laxá í Aðaldal í gegnum Eyvindarlæk. Áin er þekkt fyrir einstaklega góða þurrfluguveiði, tært vatn og fjölbreytt...
Mýrarkvísl í Reykjahverfi (Lax og urriði)
Mýrarkvísl í ReykjahverfiMýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir háa meðalþyngd laxa og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ósi Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará...
Veiðipakkar
Dorgveiði Pakkinn
Dorgveiði PakkinnDagur 1 – Komudagur.Komið í veiðihúsið Langholt við Mýrarkvísl. Dagur 2 – Veiðiferð 10:00 til 15:00. Dagur 3 – Við Mælum svo með að skella sér í Jarðböðin eða að skoða undur Mývatnssveitar, Dimmuborgir, Grjótagjá, Hverina við námafjall eða...
Lærðu Á Ánna – Pakkinn
Lærðu á MýrarkvíslDagur 1 – Komudagur• 15:00 Komið í veiðihús Langholt við Mýrarkvísl.• Hittum leiðsögumenn okkar, yfirferð dagskrár og búnaðar.• Góð ráð um svæðið og hvernig best er að nýta fyrstu daga í ánni.• 16:00 - 22:00 Leiðsögn um svæðið og aðferðir sem gefa...
Andstreymis – Pakkinn
Lærðu Andstreymis veiðiDagur 1 – Komudagur• 15:00 Komið í veiðihús eða samkomustað við ánna.• Hittum leiðsögumenn okkar, yfirferð dagskrár og búnaðar.• Kynning á andstreymisveiði, hugmyndafræði hennar og helstu grunnatriðum.• 16:00 – 22:00 Leiðsögn um svæðið og fyrstu...
Langholt Við Mýrarkvísl
Veiðihúsið Langholt við Mýrarkvísl er þægilegt, nýbyggt veiðihús með fjórum tveggja manna herbergjum, öll með gólfhita og sérbaðherbergi. Í húsinu er rúmgott sameiginlegt rými með stórum gluggum sem snúa að Mýrarkvíslinni sjálfri. Eldhúsið er fullbúið og á veröndinni er aðgengi að gasgrilli. Eftir kaldan veiðitúr er upplagt að njóta heita pottsins.
Við bjóðum upp á pakka með veitingum sé þess óskað, en ef hópur leigir allt húsið er einnig hægt að hafa það í sjálfsmennsku.
Bollastaðir Við Reykjadalsá
Veiðihúsið Bollastaðir við Reykjadalsá er hlýlegt og þægilegt. Í húsinu eru fjögur tveggja manna herbergi, öll með sérbaðherbergi. Húsið rúmar samtals átta gesti. Opið og rúmgott eldhúsið býður upp á notalega samveru og matargerð með sínum nánustu. Einnig er hægt að njóta dásamlegra, staðbundinna rétta sem eldaðir eru af okkar eigin kokki á staðnum. Eftir langan dag við ána er tilvalið að slaka á í heita pottinum.
Við bjóðum bæði upp á pakka með veitingum og dvöl í sjálfsmennsku.
Veiðiheimilið Árnes
Veiðiheimilið Árnes er staðsett í Aðaldal, rétt við hina stórbrotnu Laxá. Í Húsinu eru alls níu herbergi: sjö tveggja manna herbergi með sér baðherbergjum og tvö einstaklingsherbergi með sameiginlegu baðherbergi. Í Árnesi er rúmgott og notalegt sameiginlegt rými þar sem finna má fjölskyldusögu sem nær allt aftur til 17. aldar. Málsverðir eru bornir fram í björtum og glæsilegum borðsal sem snýr að heillandi náttúrunni fyrir utan.
Helluland Við Laxá
Þægilegt veiðihús í sjálfsmennsku sem er staðsett við efri hluta Laxár í Aðaldal. Hér er urriðaparadís bókstaflega handan við hornið! Húsið hefur átta svefnherbergi með sameiginlegri baðaðstöðu. Eldhúsið er fullbúið og á veröndinni er aðgengi að gasgrilli. Gestir upplifa að vera miðsvæðis á sjö mismunandi urriðasvæðum.
Hægt er að útvega veitingaþjónustu ef þess er óskað.
Ytra Lón Við Lónsá
Ekki langt frá heimskautsbaugnum bíður Ytra-Lón Farm Lodge gesti velkomna. Við bjóðum upp á gistingu í níu hlýlegum stúdíóíbúðum, allar með sérbaðherbergi. Íbúðirnar eru með litlu eldhúsi og öllu því sem þarf fyrir þægilega dvöl. Að auki bjóðum við upp á morgunverðarhlaðborð og „Farm-to-Table“ kvöldverð með heimagerðum afurðum. Sérgrein okkar í kvöldverðinum er lambakjöt beint frá býli eða ferskur urriði úr nærliggjandi vatni. Á veitingastaðnum er einnig bar með góðu úrvali af bjórum, vínum og kokteilum.
Gistiheimilið Brekka Við Laxá
Gistiheimili með 41 herbergi, flest þeirra með sérbaðherbergi. Brekka býður einnig upp á þrjú smáhýsi með eldhúsi og sameiginlegri aðstöðu. Staðsetningin er miðsvæðis á þekktu svæði í norðausturhluta Íslands, á milli Mývatns og hvalaskoðunarbæjarins Húsavíkur. Bærinn stendur í friðsælu og hlýlegu sveitumhverfi þar sem ein þekktasta laxveiðiá landsins dregur að sér gesti ár eftir ár.
Fréttir
No Results Found
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.















