Fluguveiði á Íslandi

Hafa Samband

Fluguveiði á Íslandi

Fluguveiði á íslandi

Ísland er eitt af einstökustu fluguveiðilöndum heims. Hér sameinast óspillt náttúra, kristaltær vötn og ár, fjölbreyttar fisktegundir og veiðimenning sem hefur mótast í áratugi. Á fluguveidi.is finnur þú margar helstu veiðiár og vötn á norðanverðu landinu ásamt einföldu bókunarkerfi sem gerir þér kleift að tryggja þér veiðileyfi á nokkrum sekúndum – hvort sem þú ert vanur veiðimaður eða að stíga þín fyrstu skref í fluguveiði.

Laxveiði

Ísland er þekkt fyrir frábæra laxveiði. Tærar ár renna um hraun, móa og grónar sveitir og bjóða upp á einstakar aðstæður fyrir flot veiði. Á flestum ám er stangarfjöldi takmarkaður og því er upplifunin persónuleg, róleg og gæðin mikil. Margir telja íslenskan lax vera meðal kraftmestu fiska sem hægt er að veiða á flugu.

Bleikjuveiði

Bleikjan er ein einkennistegund íslenskra vatna og veiðist bæði í ám, vötnum og jökuláum. Hún er fjölbreytt í lit og hegðun, og oft viljug að taka. Í köldum og tærum vötnum landsins er bleikjuveiði sérstaklega spennandi – allt frá smáfluguveiði yfir á stærri púpur og straumflugur þegar fiskurinn er á göngu.

Urriðaveiði

Villtur íslenskur urriði er kraftmikill og sterkur, sérstaklega í þeim vötnum og ám sem eru lífrík og státa af náttúrulegum fæðugrunni. Margar Íslenskar ár halda stórum urriða sem er viljugur að taka þurrflugur, púpur og straumflugur.

Auðvelt að finna og bóka veiðileyfi

Fluguveidi.is er hannað til að einfalda líf veiðimannsins. Hér getur þú:

  • Skoðað mörg vinsæl veiðisvæði norðurlands á einum stað

  • Séð raunverulega stöðu á framboði veiðileyfa

  • Lesið veiðireglur og upplýsingar um aðgengi

  • Skráð þig inn og bókað veiði á einfaldan og öruggan hátt

  • Fært inn lögbundnar veiðitölur beint í dagbókina eftir veiði

Hvort sem þú ert að leita að dagsveiði í nágrenninu eða fjölskyldufríi með veiði í bland, þá hentar fluguveidi.is þér.

Einstök upplifun í íslenskri náttúru

Fluguveiði á Íslandi er meira en bara veiði – hún er upplifun. Ótal ár og vötn liggja í skjóli fjalla, hrauns og víðerni, þar sem kyrrðin, fuglalífið og náttúruljósin skapa einstakt andrúmsloft. Þar sem sumrin eru björt og nætur bjartar er hægt að veiða langt fram á nótt, sem gefur veiðimönnum upplifun sem finnst varla annars staðar.

Contact Us