Veiðitímabil

Hafa Samband

Veiðitímabil eftir mánuðum

Hvenær er best að veiða í ám og vötnum?

Íslenska veiðisumarið nær yfir flest svæði frá apríl og fram í október, en tegundirnar raðast aðeins upp eftir árstíma. Hér er gróf yfirsýn yfir helstu mánuði fyrir árnar og tegundirnar:

  • Apríl–maí: Bleikja, urriði, sjóbirtingur

  • Júní: Bleikja, urriði, sjóbirtingur og fyrsti laxinn (frá um miðjum mánuði)

  • Júlí: Bleikja, urriði, sjóbirtingur og lax – þurrflugu og laxveiði fer vel af stað

  • Ágúst: Bleikja, urriði, sjóbirtingur og lax – sterkur lax- og stórlaxatími

  • September: Bleikja, urriði, sjóbirtingur og lax – haustveiði og fallegir litir

  • Október: Sjóbirtingur og urriði

Aðstæður ráða þó alltaf og reglur hvers svæðis.


Apríl–maí – vorveiði, stóru urriðarnir og fyrstu ferðirnar

Vorið markar upphaf veiðitímabils í flestum ám. Þá eru:

  • Stórir urriðar og bleikjur að taka við sér eftir veturinn

  • Sjóbirtingur og sjógenginn fiskur að nærast á leirum, ósum og í neðri hluta ánna

Dæmigerðar aðstæður á vorin:

  • Vatnshæð getur verið breytileg, stundum ís uppi á heiðum en spennandi veiði neðar.

  • Mest púpa og straumflugutímabil, en þurrflugur geta komið sterkar inn þegar hlýnar.

Gott vorveiði mynstur fyrir íslenskar ár:

  • Púpur og litlir straumflugur í djúpum hyljum og strengjum

  • Hitch/skated flugur þegar fiskurinn fer að sækja í yfirborðið

  • Í ósum og leirum (t.d. á sjóbirtings- og bleikjusvæðum eins og Lónsá og sambærilegum ám) geta fiskar farið að lóna á ósa svæði ánna á eftir marfló.


Júní – Frábær urriða veiði og bleikjuveiði, og fyrsti laxinn að mæta

Júní er mánuður nr. 1 fyrir marga þurrfluguveiðimenn.

  • Fyrstu stærri klakin koma í mörgum ám (mýflugur, mý, vorflugur o.fl.)

  • Urriði og bleikja fara að taka meira á yfirborði

  • Um miðjan júní fara fyrstu stóru laxarnir að sjást

Algengt mynstur á ám eins og t.d. Laxá í Aðaldal, Mýrarkvísl, Reykjadalsá og Geitafellsá:

  • Þurrfluga, votflugur og púpur veiða rosalega vel

  • Stórir urriðar færast nær bökkum og leita í skugga

  • Laxinn finnst fyrst í neðri hluta ánna og í djúpum hyljum – oft best með Sunray míkró túpum og hitch


Júlí – Besti tími þurrflugu og aukandi laxveiði

Júlí er hápunktur sumarsins hjá flestum sem veiða:

  • Lengstu dagarnir, stöðugasta veðrið og mest líf í vatni

  • Laxgöngur komnar á fullt í mörgum ám

  • Þurrfluguveiði í hámarki í urriða- og bleikjuám

Dæmigert fyrir okkar svæði:

  • Mýrarkvísl, Reykjadalsá, Geitafellsá:

    • Þurrflugur, mýflugur, vorflugur, mý, maurar og yfirleitt mest megnis yfirborðsveiði

    • Fyrir lax: Hitch, litlar túpur og hefðbundnar laxaflugur

  • Laxá í Aðaldal aðrar og urriðár:

    • Stórir urriðar á þurrflugur og votflugur snemma á morgnana og seint á kvöldin

Um eða eftir 20. júlí er víða kominn bestu vikur laxveiðinnar sem stendur vel inn í september.


Ágúst – stöðug laxveiði og kraftmiklir haust fiskar

Í ágúst heldur veiðin áfram en breytist aðeins í eðli:

  • Laxarnir verða litmeiri og fyrirferðarmiklir í hyljum

  • Urriðinn getur orðið territorial – stórir fiskar taka þá oft laxaflugur

  • Bleikjan er víða farin að huga að hrygningu og dreifa sér

Á mörgum svæðum:

  • Skautandi hitch flugur og litlar laxaflugur skila frábærum árangri

  • Púpur halda áfram að gefa vel, sérstaklega í littlu vatni

  • Sjóbirtingur fer víða að sjást meira og dreifðari um árnar þegar fer að kólna aðeins og dimma á kvöldin


September – haustlitir, árásargjarn fiskur og síðustu dagarnir

September er einn skemmtilegasti mánuðurinn fyrir þá sem elska haust liti og veðrabreytingarnar:

  • Lax og sjóbirtingur litast og verða oft mjög árásargjarnir

  • Urriðinn sækir í orku fyrir veturinn og svarar vel straumflugum

  • Fyrstu haustrigningarnar hreinsa oft upp gróður og hressa upp á vatnsbúskap

Á urriða- og bleikjusvæðum:

  • Stærri straumflugur, leech-mynstur og skærar flugur geta verið frábærar

  • Púpu-veiði helst alltaf inni út tímabilið, sérstaklega í dýpri hyljum en það getur verið mikilvægt að hreifa fluguna


Október – seinasti séns fyrir sjóbirting og urriða

Það fer eftir reglum hvers svæðis, en þar sem opið er fram í október:

  • Sjóbirtingur er þá oft í toppstandi, nýgenginn eða í að byrja að para sig og undirbúa hrygningu

  • Urriðinn er oft mjög árásagjarn og viljugur til að taka flugu

Veiði er þá oft:

  • Þungar flugur, sökk taumur og sökk línur

  • Straumflugur og litlar púpur í litlu vatni

  • Veðrið breytilegt – kalt, en oft rosalega fallegt haust veður og kyrrð


Niðurstaða – hvenær ætti þú að bóka?

  • Viltu þurrflugu og urriða/bleikju?
    – Besta tímabilið er júní–júlí, en einnig kemur ágúst vel til greina.

  • Viltu blanda urriða og lax?
    Júní–september – og sérstaklega júlí–ágúst í mörgum ám.

  • Viltu haustliti, sjóbirting og skýr ljósaskipti?
    September–október, þar sem opið er og reglur leyfa.

Hafa Samband