Lærðu Á Ánna – Pakkinn

Lærðu á Mýrarkvísl

Dagur 1 – Komudagur
• 15:00 Komið í veiðihús Langholt við Mýrarkvísl.
• Hittum leiðsögumenn okkar, yfirferð dagskrár og búnaðar.
• Góð ráð um svæðið og hvernig best er að nýta fyrstu daga í ánni.
• 16:00 – 22:00 Leiðsögn um svæðið og aðferðir sem gefa vel.

Dagur 2 – Veiðikennsla og og leiðsögn um svæðið
• Kennsla á flugukasti við mismunandi aðstæður og helstu veiðiaðferðir í silung.
• Leiðsögumenn sýna ykkur bestu veiðistaði árinnar og gjöfulustu aðferðir.
• Veitt er í stuttum lotum með persónulegri leiðsögn.

Dagur 3 – Heill dagur á ánni
• Njótið fulls dags veiði í Mýrarkvísl með leiðsögumönnum sem þekkja ánna vel.
• Leiðsögumenn veita leiðsögn.
• Gott tækifæri til að vinna með aðferðir sem þú lærðir fyrri daga.

Dagur 4 – Morgunvakt
• 07:00 – 16:00 Síðasta morguninn geta hóparnir farið sjálfur út og veitt og látið reyna á þekkingu sína.

Hvað á að taka með

• Veiðibúnað (stöng, hjól, línur), eða leigubúnað hjá okkur. Leigubúnaður kostar 15:000 kr.
• Veiðiföt eftir árstíma, vöðlur, Vöðlujakka, Veiðihúfu eða hatt, vettlinga.
• Nesti og drykk fyrir 3 daga.
• Veður geta verið breytileg — best að vera viðbúin öllum veðrum.

Innifalið í pakkaferð

• 3 daga leiðsögð fluguveiði með 3 reyndum leiðsögumönnum frá fluguveidi.is.
• Kennsla og persónuleg aðstoð við flugukast og veiðitaktík.
• Veiðileyfi fyrir Mýrarkvísl.
• Gisting í veiðihúsi ásamt uppábúnum rúmum og herbergja þrifum í lok ferðar.

Verð

135.000 kr. á mann.
Auka nótt og sérpakkar í boði fyrir hópinn þinn, heyrðu í okkur info@fluguveidi.is eða í síma 449 9905.

Lágmarks Fjöldi:

Lágmarks fjöldi í ferð er 8 manns, ef lágmark næst ekki er möguleiki á að þurfi að aflýsa ferð. Ef ferð er aflýst af okkur þá endurgreiðum við veiðipakkan að fullu.

Verð 135.000 ISK

Bóka Lærðu á Mýrarkvísl Pakkann!

Myndir úr Mýrarkvísl!

Aðrir veiðipakkar

Dorgveiði Pakkinn

Dorgveiði Pakkinn

Dorgveiði PakkinnDagur 1 – Komudagur.Komið í veiðihúsið Langholt við Mýrarkvísl. Dagur 2 – Veiðiferð 10:00 til 15:00. Dagur 3 – Við Mælum svo með að skella sér í Jarðböðin eða að skoða undur Mývatnssveitar, Dimmuborgir, Grjótagjá, Hverina við námafjall eða...

read more
Andstreymis – Pakkinn

Andstreymis – Pakkinn

Lærðu Andstreymis veiðiDagur 1 – Komudagur• 15:00 Komið í veiðihús eða samkomustað við ánna.• Hittum leiðsögumenn okkar, yfirferð dagskrár og búnaðar.• Kynning á andstreymisveiði, hugmyndafræði hennar og helstu grunnatriðum.• 16:00 – 22:00 Leiðsögn um svæðið og fyrstu...

read more