Gistiheimilið Brekka

Hafa samband

Brekka Guesthouse

Tímabil Afþreying Frá Til Rúmar
Stangveiði Urriðaveiði 01 April 20 september 40+ manns
Skot veiði Vatna fuglar og rjúpa 20 September 1. desember 40+ manns
Vetrar leiga dorgveiði og norðurljós 20 Oktober 01 April 40+ manns

Gistiheimilið Brekka

Gistiheimilið Brekku er vel staðsett og þæinlegt gistiheimili í Aðaldal, skammt frá Laxá í Aðaldal. Þetta er þægileg og praktísk gisting fyrir veiðimenn sem vilja gista nálægt ánni og sofa vel eftir langan dag í veiði.

Gisting

Í Brekku er fjölbreytt aðstaða fyrir gesti. Flest herbergin eru með sérbaðherbergjum og einnig eru til sumarhús á lóðinni fyrir þá sem vilja meiri frið eða rými. Herbergin eru snyrtileg, rúmgóð og með þægindum sem henta vel fyrir veiðimenn.

Matur og aðstaða

Á Gistiheimilinu Brekka er veitingastaður sem býður upp á morgunverð og kvöldmat yfir sumartímann. Þar er einnig frí nettenging, þvottaaðstaða og góð sameiginleg setustofa fyrir gesti. Utandyra er rúmgott svæði til að slaka á og njóta útsýnisins, og nægt bílastæði er við húsið.

Staðsetning

Gistiheimilið Brekka er í frábærri nálægð við  urriðasvæðin í Aðaldal og önnur veiðisvæði á Norðurlandi. Það er einnig þægilegur staður fyrir dagsferðir um nágrennið, hvort sem um ræðir náttúruperlur, gönguleiðir eða heimsóknir til Húsavíkur eða Mývatns.

Fyrir veiðimenn

Gistiheimilið Brekka hentar sérstaklega vel fyrir veiðihópa sem vilja þægilega gistingu, góða staðsetningu og rólegt umhverfi. Góð aðstaða, einföld og traust þjónusta og stutt í veiðisvæðin gerir Brekku að öruggum valkosti fyrir veiðiferðir.

Hafa Samband

Staðsetning

Myndir af Gistiheimilinu Brekka