Lax og Silungsveiði
Reykjadalsá
Reykjadalsá er ein af helstu hliðarám Laxár í Aðaldal, rennur niður Reykjadalinn og fellur í Vestmannsvatn. Úr vatninu tengist hún áfram við Laxá í Aðaldal í gegnum Eyvindarlæk. Áin er þekkt fyrir einstaklega góða þurrfluguveiði, tært vatn og fjölbreytt veiðisvæði með öflugan staðbundinn urriða. Lax gengur einnig reglulega í ána á seinni hluta sumars, en breytingar frá 2021 fela í sér að Eyvindarlækur er seldur sérstaklega og fylgir ekki lengur Reykjadalsá. Þetta er fallegt og líflegt veiðisvæði sem hentar vel fyrir þá sem vilja tæknilega fluguveiði.
Svæða skipting:
Veiðireglur:
Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 10. ágúst, en eftir það frá kl. 16 til 21. en einnig bjóðum við hollum að hafa frjálsan veiðitíma en þó aldrei lengur en 12 klst á dag.
Seldar eru 4 stangir á dag.
Eingöngu er veitt á flugu í Reykjadalsá.
Sleppa skal öllum laxi en heimilt að drepa urriða.
Veiðitímabil
Veiðitímabil hefst 1. apríl og því líkur 30. september.
Veiðihús:
Veiðihúsið er staðsett á sumarbústaðalandi rétt sunnan við Laugar. Húsið er með fjórum tveggja manna herbergjum og öll eru þau með sér baðherbergi. Utandyra er stór pallur og heitur pottur.
Í húsinu er grill, bakarofn, helluborð, kæliskápur með smá frystiplássi, kaffivél og öll helstu nútíma eldhústæki.
Það er gólfhiti í húsinu með sér stillingu fyrir hvert herbergi.
Herbergin:
Herbergin eru rúmgóð með tveimur einbreiðum rúmum (sem hægt er að renna saman), náttborði, töskuhillu, fatahengi og stól. Inn af hverju herbergi er sér baðherbergi með góðri sturtu.
Húsreglur:
- Uppábúið og herbergjaþrif eru 60.000 kr. á hvern hóp og er gjaldið greitt við pöntun.
- Gestir bera ábyrgð á að halda sameiginlegum rýmum (eldhúsi, stofu og forstofu) snyrtilegum.
- Mikilvægt er að tæma heita pottinn eftir notkun og festa lokið.
- Gestir skulu fjarlægja allt rusl og allan mat úr húsinu við brottför. Ruslagámur er við húsið.
- Leigusali áskilur sér rétt til að innheimta aukagjald fyrir þrif ef umgengni stenst ekki kröfur.
Annað
Seldar eru stakar stangir í einn dag í senn frá hádegi til hádegis eða í hollum þar sem margar stangir eru seldar saman.
Árleg veiði síðustu ára hefur verið 20-70 laxar og um 1.500 urriðarar.
Rafræn veiðibók er í veiðihúsi.
Skilmálar:
Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.
Flugur Sem við mælum með í Reykjadalsá

Púpur
- Pheasant tail #12 – 20
- Beykir #12 – 18
- Zebra Midge #16 – 22
- Blow Torch #12 – 16
- Krókurinn #12 – 16
- Squirmy Wormy #12
- Blóðormur #12 – 18
- Micro Mop #14
- Peacock #14 – 8

Þurrflugur
- Elkhair Caddis #14 – 10
- Griffiths Gnat #18 – 14
- Parachute Adams #18 – 14
- Klink Hammer #18 – 12
- Galdralöpp #14 – 10
- F-Fly #20 – 14
- Fat Albert #8 – 10
- Chubby Chernobyl #8 – 10
- Black Gnat #12 – 18

Straumflugur
- Black ghost #10 – 6
- Rektor #10 – 6
- Dentist #10 – 6
- Grettir #10 – 6
- Gray Ghost # 10 – 6
- Nobbler (Hvítur/Svartur/gulur) #12 – 6
- Dýrbítur
- Litlir Gamechangerar/Sexdungeon/Circuspeanut

Laxa Flugur
- Frances Rauður/Svartur #16 – 12
- Laxá Blá #16 – 12
- Green but #16 – 12
- Dimmblá #16 – 12
- Night Hawk #16 – 12
- Arndilly Fancy #16 – 12
- Collie Dog #16 – 10
- Sunray shadow
- Silver Sheep #16 – 12
- Black Sheep #16 – 12
- Ýmis conear
Hafa samband
Veiðihúsið við Reykjadalsá
Veiðihúsið við Reykjadalsá er hlýlegt og þægilegt. Það eru fjögur tveggja manna herbergi með sérbaðherbergjum, húsið rúmar alls átta gesti. Njóttu þess að elda með veiðifélögum þínum í opinni eldhúsaðstöðu sem er búin öllum helstu þægindum og öllum tækjum sem þarf til matargerðar.
Eftir langan og ánægjulegan dag við ána er tilvalið að slaka á í heita pottinum, njóta útsýnisins og hvíla sig fyrir næsta veiðidag.
Við bjóðum upp á bæði fulla þjónustu og sjálfsmennsku valmöguleika.

