Veiðihúsið Bollastaðir
Hafa SambandVeiðihúsið Við Mýrarkvísl
Veiðihúsið við Mýrarkvísl er þægilegt og nútímalegt veiðihús með öllum helstu þægindum.
| Tímabil | Athafnir | Frá | Til | Rúmar |
|---|---|---|---|---|
| Stangaveiði tímabil | Lax og Silungsveiði | 01 Apríl | 20 September | 8 manns |
| Skotveiði tímabil | Önd, gæs og rjúpa | 20 September | 20 Október | 8 manns |
| Vetrarleiga | Dorgveiði og vetrar leiga | 20 Október | 01 Apríl | 8 manns |
Um veiðihúsið við Mýrarkvísl?
Veiðihúsið við Mýrarkvísl er nýlegt og þægilegt veiðihús með fjórum tveggja manna herbergjum, hvert með sérbaðherbergi. Í húsinu er rúmgott sameiginlegt rými, borðstofa, fullbúið eldhús, sérstakt rými fyrir vöðlur og þurrkun, heitur pottur og gasgrill utandyra.
Húsið er staðsett í hjarta Norðurlands og býður upp á þægilegt afdrep fyrir veiðimenn og náttúruunnendur.
4 tveggja manna herbergi með sér baði og heitur pottur!
Veiðihúsið er staðsett við sumarbústaðar landið neðan við Þverá á vegi 87. Húsið er með 4 tveggja manna herbergjum sem öll eru með sér baðherbergi, úti er stór pallur og heitur pottur.
í húsinu eru grill, bakarofn, helluborð, kæliskápur með smá frystiplássi, kaffivél og flest öll nútíma eldhústæki.
Það er gólfhiti í húsinu með sér stillingu fyrir hvert herbergi.
Herbergin
Eru passlega stór með tvö einbreið rúm sem þó er hægt að setja saman, náttborð, tösku hilla, fatahengi og stóll.
Inn af herberginu er flísalagt baðherbergi með góðri sturtu.
Húsreglur
Það er skildu upp á búið og herbergja þrif 60.000 kr á hvern hóp. Húsgjaldið er greitt við pöntun.
Gestir bera sjálfir ábyrgð á að halda alrými (eldhúsi, stofu og forstofu) hreinu.
Mikilvægt er að tæma pott eftir notkun og festa lokið.
Gestir verða að fjarlægja allt rusl og mat úr húsinu við brottför. Ruslagámur er staðsettur við húsið.
Leigusali áskilur sér rétt til að rukka aukalega fyrir þrif á húsi ef umgengni stenst ekki kröfur.
Bókaðu húsið utan veiðitíma
Bókaðu gistingu utan veiðitíma, veiðihúsið er leigt út frá 1. Október til 1 Janúar.
Þjónusta í veiðihúsinu
- Sjálsmennska.
- Uppábúið og herbergja þrif.
- Wifi.
- Heitur pottur
- Grill
