Ferðaupplýsingar & Algengar spurningar

Hafa Samband

Ferðaupplýsingar & Algengar spurningar

Velkomin í veiði!

Fluguveiði er hluti af íslenskri útivistarhefð og ótrúlegt hversu víða góð veiði er innan seilingar. Hvort sem þú ert að bóka kvöldvakt í næsta nágrenni eða skipuleggja veiðiferð norður á land, er markmið fluguveidi.is að einfaldar lífið: auðvelt að finna leyfi, tafarlaus bókun og skýrar upplýsingar um veiðisvæðin.

Að komast á veiðistaðinn:

Akstur innanlands

Flestir veiðimenn keyra einfaldlega á sinn veiðislóð. Við mælum með að skoða:

Bílaleigubílar og hópferðir

Ef þú ert ekki á eigin bíl er hægt að bóka bílaleigubíl á víða. Athugaðu þó:

  • Mörg veiðisvæði eru eingöngu aðgengilega á jeppa.

  • Þegar þú bókar í gegnum fluguveidi.is sérð þú alltaf nákvæmt staðarheiti og GPS-punkt sem auðveldar að rata.

Veiðileyfi, reglur og skráning:

Bókun Veiðileyfa á Fluguveiði.is

Við leggjum áherslu á að bókunarferlið sé einfalt, gagnsætt og hratt.
Á síðunni getur þú:

  • Skoðað öll helstu veiðisvæðin okkar

  • Séð framboð í rauntíma

  • Lesið reglur, nánari lýsingar og aðgengi

  • Greitt og fengið staðfestingu strax

Veiðireglur og sótthreinsun búnaðar

Samkvæmt íslenskum reglum ber öllum veiðimönnum að:

  • Sótthreinsa allur veiðibúnað áður en farið er á nýtt veiðisvæði ef búnaður hefur verið notaður erlendis eða í sýktu vatnasvæði.

  • Virða svæðisbundnar reglur um flugur, maðk, spún og kvóta.

  • Skila inn veiðitölum – sem einfalt er að gera í gegnum AnglingIQ appið.

Gisting og aðstaða við veiðar

Fluguveidi.is selur ekki eingöngu leyfi, einnig pakka með gistingu eða leiðsögn.

  • Veiðihús og aðstaða (þar sem það á við)

  • Á flestum svæðum er sjálfsafgreiðsla og veiðimenn koma með allan búnað sjálfir.

Internet, símasamband og aðgengi

Flest veiðisvæði eru með gott símasamband.
Í afskekktari svæðum getur verið takmarkað samband og því gott að:

  • Hlaða niður kortum til að geta notað offline

  • Láta vita af ferðaplani

  • Vera með auka hleðslubanka

Öryggi og ábyrgð veiðimanns

Allir veiðimenn bera ábyrgð á eigin öryggi. Mundu:

  • Veður getur breyst hratt

  • Straumar og hæðir eru mismunandi eftir svæðum

  • Göngustígar, brýr og slóðar geta verið torfærir að vori og hausti

  • Aldrei veiða einn á hættulegum bökkum eða í miklum straumi

Ef þú lendir í neyð hringir þú í 112.

Algengar spurningar:

Hvernig bóka ég veiðileyfi?

Þú velur veiðisvæði, tímabil og dreifingu og greiðir með öruggri greiðslugátt. Leyfið kemur í tölvupósti.

Get ég skipt eða skilað veiðileyfi?

Almenn regla:

  • Engin endurgreiðsla

  • Engin breyting eftir kaup
    Sérstakar undantekningar geta verið.

Get ég deilt stöng með öðrum?

Flest veiðisvæði leyfa að tveir skipti á einni stöng, þó aðeins einn veiði í einu.

Hvað geri ég ef ég kemst ekki í veiði?

Þú getur reynt að auglýsa stöngina í facebook hópum. Fluguveidi.is tekur ekki við endursölu eða endurgreiðslu beiðnum.

Er leiðsögn í boði?

Fluguveidi.is getur yfirleitt útvegað leiðsögumenn ef óskað er eftir þeim með góðum fyrirvara.

Hafðu samband

Ef þú þarft hjálp með bókanir, skráningar eða upplýsingar um veiðisvæði erum við alltaf til taks.

📞 Sími: 449 9905
📧 Netfang: info@fluguveidi.is

Við óskum þér góðrar ferðar og skemmtilegrar veiði – og minnum á að skrá veiðina í lok dags!

Hafa Samband