Veiðibúnaður
Hafa SambandVeiðibúnaður – hvað þarf að hafa með sér?
Góður veiðibúnaður skiptir sköpum í íslenskri fluguveiði. Þó veiðiaðstæður séu fjölbreyttar eftir ám og vötnum, þá eru ákveðin grunnatriði sem allir veiðimenn ættu að hafa í huga áður en þeir leggja af stað.
Stangir
Urriði og bleikja
Fyrir almenna urriða- og bleikjuveiði henta einhendur best:
-
9–10 feta einhendur
-
Línur: 4–6wt
-
Flotlínur virka best í langflestum aðstæðu
Sjóbirtingur
Á sjóbirtingsvæðum:
-
Einhenda fyrir línu 7-8
- Litlar tvíhendur eða switch stangir fyrir línu 7-8
-
Flotlína eða sökklína
Lax
Fyrir laxveiði með einhendu:
-
Einhenda fyrir línu 7-8
-
Sterk bremsa er mikilvæg og gott hjól
-
Gæta þarf að undirlína sé nægilega löng, sérstaklega á þar sem veiði er í þröngum giljum
Hjól
Í íslenskum ám geta fiskar tekið góða spretti og því er örugg bremsa og nóg af undirlínu nauðsyn á:
-
Vel stillanlega bremsa
-
50–100 m undirlína er nóg við flestar aðstæður
-
Gæði skipta máli þegar stór urriði, sjóbirtingur eða lax tekur
Flugur
Fluguval getur verið mismunandi eftir svæðum, en algengar stærðir og týpur eru:
-
Urriði/bleikja: púpur, þurrflugur, litlar straumflugur
-
Sjóbirtingur: litlar svartár straumflugur, túpur og litlar keilur
-
Lax: hitch, litlar túpur, tví og þríkrækjur
Vöðlur og öryggisbúnaður
Vöðlur eru nauðsynlegar í langflestum íslenskum ám og vötnum, bæði vegna aðgengis og öryggis.
Við mælum með:
-
Gæðavöðlum úr Gore-Tex eða sambærilegu öndunarefni
-
Þægilegum vöðluskóm með góðum botni
-
Vöðlustaf – sérstaklega á ójöfnum eða ótryggum bökkum
-
Að prófa vöðlurnar heima og ganga úr skugga um að þær haldi vatni
Línur
Í íslenskri fluguveiði eru flot línur notaðar í 95–98% tilvika.
Gott er þó að hafa með:
-
Sökktaum eða hægsökkvandi taum fyrir hækkað eða litamikið vatn
-
Auka spólu ef þú ert að skipta á milli straumflugna og léttari flugna
Taumar og taumefni
Urriði og bleikja
Íslenskur urriði er yfirleitt ekki taum styggur:
-
4X fyrir þurrflugur og púpur
-
1X-3X fyrir straumflugur
-
Gott að eiga 5X–6X ef þurrfluguskilyrði eru krefjandi
Sjóbirtingur og lax
-
15–25 lbs taumefni
-
Góð gæði skipta miklu
-
Sparar tíma og minnkar líkur á að slíta
Fatnaður – undirbúðu þig fyrir íslenskt veður
Ísland býður upp á sól, rigningu, vind, kulda og hlýindi – oft á sama deginum.
Mælt er með:
-
Vatnsheldum vöðlujakka
-
Hlýjum innri lögum (fleece eða ull)
-
Húfu og buffi
-
Góðum vöðlusokkum og hlýjum buxum
-
Léttum hönskum
-
Góðum veiðigleraugum – nauðsýn til að sjá í vatnið
-
Auka peysu eða vesti í bakpokanum
Að lokum – búnaður skapar ánægju og árangur
Réttur búnaður gerir veiðina öruggari, þægilegri og skemmtilegri.
Athugaðu búnaðinn þinn áður en þú ferð, skoðaðu veðrið og vatnshæðina – og veldu flugurnar fyrir það veiðisvæði sem þú ert að fara á.
Þú þarft ekki dýrustu stangirnar – en góður búnaður mun skila þér lengra.
